fbpx

Ferlið frá A-Ö

Frá pöntum, að uppsetningu, sölu & lok tímabils

Svona lýtur verslunin okkar út

Pöntun

Þú byrjar á því að stofna aðgang af kerfinu okkar. Þegar það er komið þá getur þú bókað bás sem hentar þér, við erum á facebook ef það eru einhverjar spurningar.
Þú finnur laust tímabil og velur bás sem er laus á kortinu. Þegar básinn hefur verið bókaður þá getur þú byrjað að setja inn vörur í appi sem heitir Zellr!

Passa að vinna með 1 skjal í einu, klára það áður en nýtt skjal er opnað.
T.d. Primaloft galli st.74 – Það sem þú setur inn, er það sem stendur á strikamerkinu á vörunni.

Netverslun

Við mælum með að vera með vörurnar í netverslun. Þar er hægt að panta vörur og erum búin að minnka óskilamuni all svakalega þar sem við getum stemmt af þær vörur þar sem miðinn hefur dottið af en þær voru í netverslun. Nú eru afar fáir óskilamunir hjá okkur. Til þess að vera með þá verður þú að nota appið, Zellr (ekki zellr.com). Undir verðlagning er mynd af myndavél með skráningu vara. Myndavélin er fyrir netverslun. Þegar skjal er svo merkt klárt þá er ekki hægt að bæta myndum inn.

Netverslun:

Þegar þú klikkar á myndavélina í verðlagningunni þá færist þú yfir í netverslun þar sem þú getur sett inn þínar vörur en þá gildir auka þóknun. Við mælum alltaf með að vera með eitthvað af básnum í netverslun.

Söluverð=þitt verð (sem við tökum okkar 15% af) + 73 kr. + 10% af söluverði.

Söluverðið verður það sama í verslun og í vefverslun. Ef varan er seld í verslun eða á netinu þá er álagningunni skipt jafnt á milli verslunar og kerfisins sem heldur utan um vefverslunina.

Dæmi:

Viðskiptavinur vill 1000 kr. fyrir vöruna. Söluverðið er þá sett í 1173 kr. (1000 kr. + 73 kr. +100 kr.).

Álagningin er í þessu tilviki 173 kr.

Ef varan selst, þá fær verslunin 86,5 kr., kerfið fær 86,5 kr. og eigandinn fær 1000 kr. x 15% föst söluþóknun 850 kr.


Við komu í búðina

Athugið að hægt er að koma og fá útprentuð strikamerki til þess að líma á vörur heima fyrir.
Við komu í búðina: Þú kemur í búðina á þeim degi sem uppsetningin er. Við opnum 30 mín fyrir auglýstan opnunartíma fyrir básaleigjendur. Við erum með  þjófavarnir í boði þér að kostnaðarlausu. Við erum með herðatré og perlur í mismunandi litum sem settar eru á herðatréin til að stærðarmerkja, en það er að sjálfsögðu val hvers & eins (mælum með!). 


Við sjáum um söluna fyrir þig

Við sjáum alfarið um að selja vörurnar. Þið getið fylgst með sölunni rafrænt í gegnum aðganginn ykkar. Ef salan er lítil, ráðleggjum við þér að kíkja á okkur & gera breytingar, eins ef mikið hefur selst, þá veistu að það er búið að róta í básnum & að sennilega þurfi að fylla á. Einnig er mjög mikilvægt að halda básnum snyrtilegum, hægt er að kaupa þá þjónustu skv. verðskrá.

Við lok tímabils

Við lok tímabils kemur þú & tekur básinn niður, ekki seinna en hálftíma fyrir lokun. Gengur frá perlum á sinn stað en herðatréin mega hanga í básnum. Sækja þarf um greiðslu frá okkur, þá með tölvupósti eða á facebook spjallinu. Netfangið okkar er greidslur@afturnytt.is, senda þarf kennitölu og reikningsnúmer. Söluhagnaðurinn er greiddur út innan við 72 klst að frátöldum helgum. Við tökum 15% af söluhagnaðinum svo þú færð 85%.