Nokkur ráð varðandi sölu


  • Við mælum með að hafa verðin sanngjörn, hvað værir þú sjálf/ur tilbúin/n að borga fyrir vöruna?
  • Það skiptir gríðalegu máli að básinn sé snyrtilegur – ekki setja of mikið á hann, fylltu frekar á hann oftar.
  • Það auðveldar viðskiptavinum okkar ef þú stærðarmerkir með perlunum okkar, þær eru mismunandi að lit & hver litur á sína stærð.
  • Við erum með grúppu á facebook sem heitir: Til sölu í Aftur nýtt.
    Við mælum með að auglýsa þar & auðvitað þar sem þið óskið.
  • Það er krítarlímmiði á hverjum bás þar sem þú getur skrifað það sem þér dettur í hug.

Reynslan hefur einnig sýnt okkur að það er best að koma á c.a. 3. daga fresti og snyrta til í básnum. Það er nefnilega miklu skemmtilegra að skoða þegar básinn er vel til hafður.

Ef þú ert ekki í þeirri stöðu að geta kíkt á okkur og tekið til á básnum, þá getum við séð um það fyrir þig. Stakt skipti kostar 400.- krónur & vikan kostar 2.000.- krónur.