fbpx

Þúsund þakkir fyrir bókunina

Þú hefur nú fengið sendar upplýsingar varðandi innskráningu á
tölvupóstinn þinn, mjög líklega lenti sá póstur í ruslpóstinum hjá þér.
Ef þú hefur þegar verið leigjandi og ert nú þegar með notandareikning
hjá okkur, færðu ekki innskráningarpóstinn þinn.
Notandanafn þitt er netfangið þitt. Ef þú hefur gleymt lykilorðinu þínu
geturðu fengið nýtt í gegnum þennan hlekk
https://www.loppubokun.is/register/new_password

Fyrsta skref er að setja allar vörurnar sem þú ætlar að hafa í básnum inn í kerfið okkar.
Skráðu þig inn á “Mínar síður” inni á www.loppubokun.is með kóðanum sem þú fékkst sendan á netfangið þitt og smelltu á hlekkinn “Verðmiðar”. Ef tölvupósturinn með kóðanum skilaði sér ekki á netfangið þitt endilega athugaðu hvort hann hafi lent í “Spam” (Ruslpóstur) möppunni. Ef þú finnur ekki tölvupóstinn endilega sendu okkur skilaboð á facebook og við finnum hann fyrir þig.
Sláðu inn allar vörurnar sem þú ætlar að selja. Hnitmiðað orðalag skiptir máli og auðveldar leitarvélinni að finna vöruna. Sem dæmi um hnitmiðað orðalag er t.d. “Molo kjóll st. 92”. Að því loknu setur þú inn verðið og ýtir síðan á “Bæta við”.
Mikilvægt er að muna eftir að ýta á “Sameina vörur” í lokin.
Óskir þú þess að skipta um lykilorð er það undir “Mínar upplýsingar” flipanum.

Næsta skref er að koma í búðina og setja upp básinn.
Þú mætir í afgreiðsluna hjá okkur í Sunnuhlíð 12, segir okkur nafn og básanúmer og við prentum út verðin fyrir þig.
Við útvegum þér herðatré, perlur til þess að stærðamerkja og þjófavarnir.
Við erum með byssur sem hægt er að nota til þess að skjóta í flíkurnar svo verðin detti síður af.
Komdu vörunum þínum fyrir. Hafa skal í huga að snyrtilegur, vel merktur bás er betri fyrir augað og því meiri líkur á betri sölu en ekki.

Við lok tímabils
Við lok tímabils kemur þú og tekur básinn niður, ekki seinna en hálftíma fyrir lokun.
Gengur frá perlum á sinn stað en herðatrén mega hanga í básnum.
Við greiðum þér út söluhagnaðinn í lok tímabils. Við tökum 15% af söluhagnaðinum svo þú færð 85%.