- Verðlagning: hvað værir þú sjálf/ur tilbúin/n að borga fyrir vöruna? Ef þú hefur ekki hugmynd, sýndu okkur vöruna eða notaðu leitarvélina til þess að athuga með sambærilega vöru. https://afturnytt.is/vefverslun/
- Snyrtilegur bás: ekki setja of mikið á hann, fylltu frekar á hann oftar. Við getum séð um þetta fyrir litlar 150 kr. á dag.
- Perlur: Það auðveldar viðskiptavinum okkar ef þú stærðarmerkir með perlunum okkar, þær eru mismunandi að lit & hver litur á sína stærð.
- Facebook & Insta: Við erum með grúppu á facebook, Til sölu í Aftur nýtt, https://www.facebook.com/groups/322655128331488 & Instagram, #Afturnýtt, endilega setja inn myndir af vörunum þínum.
Ungbarnabásar: það hefur reynst mjög vel að vera með nokkrar stærðir á básnum. - Tveir saman með bás: Þú getur skráð upphafsstaf eiganda vörunnar í verðlagningarferlinu, hjálpar ykkur við flokkun og uppgjör.
- Vefverslunin okkar: Í appinu (Zellr) undir verðlagning er myndavélatákn við hverja vöru, það er til þess að setja mynd í netverslun. Netverslunin er líka notuð sem leitarvél og hjálpar okkur all svakalega þegar miði dettur af vöru, þá getum við fundið vöruna þarna og selt hana án vandræða.
- Þjófavarnir: Þær standa til boða fyrir hvaða vöru sem er, frítt! Mælum með þeim fyrir það sem þér er virkilega annt um. Því miður, við erum eins og hver önnur búð. Það eru samt sem áður myndavélar í allri versluninni en þjófavörnin er auðveldasta vörnin.
- Afslættir: Leigjendur stjórna afslættinum. Það er gert á vefnum (ekki appinu). Undir verðlagning, við hliðiná skjölunum stendur “breyta afslætti”. Sendu okkur skilaboð og við getum í framhaldinu merkt básinn fyrir þig.
- Þegar þú kemur aftur: Best er að panta sama bás og síðast ef þú ert að koma aftur með sömu vörur og síðast, þú heyrðir rétt, þú þarft ekki að setja allt inní kerfið aftur! . Þetta kemur í veg fyrir óskilamuni og vörunni sé skilað á vitlausan bás.
- Salan: Ef þú ert ekki sátt/ur við söluna, talaðu við okkur, við hjálpum þér. Ef þú ert ofsalega sátt/ur segðu þá öllum frá því sem þú þekkir! 😍
Við mælum alls ekki með því að hengja buxur upp svona á herðatré. Þetta hefur ekki reynst gott fyrir sölu á vörunni og lýtur heldur ekki vel út.
Buxnaherðatré eru frekar málið eða brjóta saman í hillur á básnum en þó ekki of margar saman brotnar. Við eigum slatta af buxnaherðatrjám, höfum verið mjög heppin að fá frá búðum sem eru að fara að henda þeim.
Þetta endar ekki vel, allt í steik! Þegar mikið er af samanbrotnum vörum í hillum þá fer það útum allt , jafnvel á næstu bása. Settu færri flíkur í bunka í hillurnar og komdu frekar að fylla á. Þú getur líka verið í þjónustu hjá okkur, þá sjáum við um að halda þessu til haga sem og fylla á!
Hvar er best að líma strikamerkin á flíkurnar svo þeir detti nú ekki af? Það hefur reynst okkur afar vel að líma í þvottamiðann á flíkinni. Við seljum einnig miða eins og sjá má á myndinni til þess að líma á og festa svo í flíkina með bandi. Það sem okkur lýst samt best á eru heimatilbúnu miðarnir af pappakössum og fleiru sem fellur til á heimilinu fest með bandi í flíkur!