fbpx

Verðskrá

Básaleiga: Hillubásar & fatabásar.

1 dagur = 670 kr.

Innifalið í verði:

Með hverjum 10 dögum í leigu fylgir eitt vöruskjal = 65 strikamerki

Herðatré, Þjófavarnir, Perlur til þess að stærðarmerkja, Körfur

1 x stærri vara (sem ekki er hægt að hafa á básnum) í annaðhvort hillu fyrir stærri muni eða á gólfi.

Ný þjónusta:

Við verðleggjum pakkarnir virka svona:

  • Hægt er að velja um 14 daga & 65 vörur eða 21 dag & 130 vörur
  • Bókar bása 80/81 (græna & bleika kortið) þann dag sem vörurnar koma til okkar
  • Verðlagning tekur oftast nokkra daga stundum lengur
  • Að því loknu þarf að finna lausann bás
  • Við getum fært básinn & pásað hann, fer allt eftir innihaldi og sölu
  • Ef við pásum básinn þá eru vörurnar enn í netverslun
  • Verð: 19.880.- eða 26.990.-

Til þess að bóka pakkann þá bókar þú bás 80 eða 81 í 1 dag (þann dag sem þú kemur með vörurnar), við sjáum um að græja rest!

15% söluþóknun er tekin af heildarsölu í lok leigutímabils


Aukaþjónusta:
Ef þú ert ekki í þeirri stöðu að geta kíkt á okkur og tekið til í básnum, þá gerum við það fyrir þig fyrir litlar 150 kr.

Við getum séð um að fylla á básinn ásamt því að halda básnum snyrtilegum fyrir litlar 250 kr. á dag. Þú færð þá pláss á “lagernum” okkar fyrir vörur í áfyllingu.

Þú getur fengið strikamerkin send með póstinum, þá er hægt að gera mest alla vinnuna heima fyrir og kostar þessi leið 300 kr. ATH. Það þarf að láta okkur vita þegar búið er að setja allar vörur inní kerfið svo við getum sent þá af stað.

Við getum sett upp básinn fyrir þig, eina sem þarf að gera er að koma vörunum til okkar verðmerktum degi áður en leiga hefst. Kostar þetta 1.500.- Sé pöntuð uppsetning og niðurtekt kostar það aðeins 2.000 kr.-

Hægt er að fá okkur til þess að tæma básinn fyrir þig ef þú kemst ekki á tilteknum tíma og kostar það 1500.-
Ef ekkert samkomulag hefur verið gert og við þurfum að taka niður básinn þá kostar það 1500 kr. og daggjaldið 670.- dregið af sölu fyrir hvern auka dag sem vörurnar eru hjá okkur!
Hver örk af límmiðum í áfyllingu kostar 200.-

Við sendum vörur um land allt:

Samkvæmt verðskrá póstsins.