Að vinna sér í haginn er uppskriftin af hinum fullkomna bás:
Þú byrjar á því að stofna aðgang af kerfinu okkar eða skrá þig inn hér ef þú hefur nú þegar stofnað aðgang. Við mælum með að byrja á því að skrá vörurnar í verðlagningu (mjög gott að nota appið “zellr” fyrir verðlagninguna). Að vinna sér í haginn er alltaf best, skrá nokkrar vörur í einu og muna að vista eftir hverja notkun. Við mælum svo sannarlega með að setja megnið af vörunum í netverslun (myndavéla táknið), salan þar er mjög mikil og mjög góð auglýsing fyrir básinn.
Verðlagning: Þú opnar nýtt vöruskjal, passa að vinna einungis með 1 skjal í einu, klára það áður en nýtt skjal er opnað sem eru þá 65 vörur.
Því betri lýsing, því fleiri myndir, því söluvænna. Muna að setja stærð!!
Formúla fyrir þóknun í netverslun:
Söluverð=þitt verð (sem við tökum okkar 15% af) + 73 kr. + 10% af söluverði. Söluverðið verður það sama í verslun og í vefverslun. Ef varan er seld í verslun eða á netinu þá er álagningunni skipt jafnt á milli verslunar og kerfisins sem heldur utan um vefverslunina.
Dæmi: Viðskiptavinur vill 909 kr. fyrir vöruna. Söluverðið verður þá 1250 kr. (1070 kr. + 73 kr. +107 kr.). Álagningin er í þessu tilviki 180 kr. Ef varan selst, þá er álagningunni skipt milli verslunar og kerfis.
Lykiltala er 70 kr. í verðlagningu í netverslun, ef upphæðin í reiknivélinni endar á 70 kr. þá færðu oftast fallegar og sléttar tölur. Sjá myndir, 570 kr. = 700 kr. í söluverð, 1070 kr. = 1250 kr. í söluverð.
Hægt er að fá strikamerkin þegar verðlagningu er lokið og þá límt á heima. Hægt er að fá strikamerkin send með póstinum (gæti tekið allt að 10 daga).
Bókun: Þegar þú hefur lokið við að skrá inn t.d. 65 vörur þá mælum við með að panta básinn. Hugmynd af tímalengd er t.d. 10-14 dagar fyrir 65 vörur, 21-28 dagar fyrir 130 vörur o.s.frv.
Val á bás: Það er ekki staðsetningin sem selur best, það er innihaldið. Sjá kortin hér til hliðar, bóka næsta lausa bás eða áttu þér uppáhalds bás?
Hægt er að setja upp 11:30 þann dag sem leiga hefst, ef óskað er eftir að setja upp fyrir lokun deginum á undan þá sendir þú okkur einfaldlega línu á messenger og við leysum það. Við opnum 30 mín fyrir auglýstan opnunartíma fyrir básaleigjendur. Við erum með þjófavarnir í boði þér að kostnaðarlausu. Við erum með herðatré, perlur til þess að stærðarmerkja, körfur, gufugæja, hanka fyrir panela á barnabásum og fleira fyrir leigjendur. Einnig er hægt að kaupa endurnýtt pappaspjöld og spotta til þess að líma strikamerkin á. Við notum ekki byssu til þess að festa miða á vörur þar sem ekki er til umhverfisvænt plast í þær byssur. Hægt er að nota þjófavarnirnar okkar sem nælur þar sem ekki er hægt að nota spotta.
Stærri hlutir svo sem vagnar og þess háttar fá gólf, veggja eða hillupláss á meðan leigutíma stendur án auka gjalds.
Við stöndum vaktina og seljum, þú fylgist með sölunni á vefnum eða appinu. Hægt er að kaupa alla helstu þjónustu sem þörf er á á meðan leigu stendur, sjá verðskrá.
Við lok tímabils kemur þú & tekur básinn niður, ekki seinna en hálftíma fyrir lokun. Gengur frá perlum á sinn stað en herðatréin mega hanga í básnum. Sækja þarf um greiðslu frá okkur, þá með tölvupósti eða á facebook spjallinu. Netfangið okkar er greidslur@afturnytt.is, senda þarf kennitölu og reikningsnúmer. Söluhagnaðurinn er greiddur út innan við 72 klst að frátöldum helgum.
Rúsínan í pylsuendanum: Það er hægt að virkja óseldar vörur í netverslun aftur fyrir næsta bás svo það er mjög mikilvægt að geyma strikamerkin á vörunum sem þú ætlar að koma með aftur!