Viltu afhenda vörur og við sjáum um rest, þá verðlagning og allt sem tengist sölubásnum, það virkar svona:
- Hægt er að velja um 65 vörur eða 130 vörur
- Bókar bás 80 (græna & bleika kortið) þann dag sem vörurnar koma til okkar
- Verðlagning hefst þegar röðin kemur að þér, getur verið 1 dagur eða 60 dagar og tekur oftast nokkra daga stundum lengur (við myndum vörur & finnum verð sem tekur oft tíma þar sem við þurfum að vafra um netið)
- Að því loknu þarf að finna lausann bás í ca 28-39 daga.
- Verð: 21.990.- eða 32.990.- + 22% söluþóknun af sölu án þóknunar vefverslunar (sjá nánar um verðlagningar í Ferlið).
Til þess að bóka pakkann þá bókar þú bás 80 (græna og bleika kortið) í 1 dag (þann dag sem þú kemur með vörurnar), við sjáum um að græja rest! Við höfum svo samband alveg sértskalega til þess að láta vita þegar básinn er búinn.
Sérstakleg athygli er vakin á því að engin sérstök tímasetning er á pökkunum. Þú afhendir vörur þann dag sem þú bókaðir, við höfum svo samband þegar við höfum lokið við að týna rest af vörunum niður.
Almenn verðskrá miðað við að þú verðleggur þínar vörur:
Hillubásar & fatabásar.
- 1 dagur = 790 kr. minnst hægt að panta 10 daga. Netsalan opnast 7 dögum áður en leiga hefst. Leyfilegt er að hafa ótakmarkað magn af vörum í netverslun.
- Með hverjum 10 dögum í leigu fylgir eitt vöruskjal = 65 strikamerki
- Hægt er að virkja eldri vörur í netverslun fyrir 1000 kr. (ótakmarkað magn). Hafðu samband við okkur til þess að virkja vörur aftur, það gerist ekki sjálfkrafa.
- Auka skjal með 30 vörum eða fleiri skráðum kostar 300 kr. en 350 kr. ef vörurnar eru færri á skjalinu. Það er ekki umhverfisvænt að prenta strikamerki sem svo oft fara svo í ruslið.
- Þú færð herðatré, þjófavarnir, perlur til þess að stærðarmerkja, körfur, afnot af gufugræju
- Stærri vörur (sem ekki er hægt að hafa á básnum) fara í annaðhvort hillu fyrir stærri muni eða á gólfi.
- 17% söluþóknun er dregin af sölu í lok leigutímabils
- Vörur í vefverslun eru með 10% + 73 kr. álagi (sjá nánar Ferlið)
- Við getum tekið til á básnum fyrir litlar 200 kr. á dag, allt tímabilið eða 400 kr. fyrir stakt skipti.
- Við getum séð um að fylla á básinn ásamt því að halda básnum snyrtilegum fyrir litlar 300 kr. á dag. Þú færð þá pláss á “lagernum” okkar fyrir vörur í áfyllingu.
- Þú getur fengið strikamerkin send með póstinum, þá er hægt að gera mest alla vinnuna heima fyrir og kostar þessi leið 300 kr. ATH. Það þarf að láta okkur vita þegar búið er að setja allar vörur inní kerfið svo við getum sent þá af stað.
- Við getum sett upp básinn fyrir þig, eina sem þarf að gera er að koma vörunum til okkar verðmerktum degi áður en leiga hefst. Kostar þetta 2.000 kr. Sé pöntuð uppsetning og niðurtekt kostar það aðeins 3.500 kr.-
- Hægt er að fá okkur til þess að tæma básinn fyrir þig ef þú kemst ekki á tilteknum tíma og kostar það 2000 kr.-
- Ef þú ert með bás aftur innan 60 daga frá lokum síðasta tímabils þá færðu að selja áfram í netverslun.